Persónuverndarstefna

Almennt um persónuupplýsingarnar

Plakat.is leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna.
Plakat.is leggur áherslu á að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga (Persónuverndarlögin).
Plakat.is leggur áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé takmörkuð að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem viðskiptavinir biðja um.
Plakat.is leggur áherslu á ábyrga vinnslu upplýsinga um viðskiptavini og að sú vinnsla sé gerð á ábyrgan, öruggan og löglegan hátt.
Plakat.is leggur áherslu á að allar upplýsingar um viðskiptavini sem látnar eru í té eða sóttar með þeirra leyfi til þriðja aðila séu eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir biðja um.
Plakat.is leggur áherslu á að viðskiptavinir aevintyri.is séu eigendur að sínum eigin persónuupplýsingum, hafi einir aðgang að slíkum upplýsingum, ásamt starfsfólki Aevintyri.is og nauðsynlegum þriðju aðilum.
Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?

Þessi kafli lýsir því hvers vegna við söfnum persónulegum upplýsingum, hvaða upplýsingar er unnið með og hvers vegna það er gert.

Til þess að vinna með og halda utan um pantanir

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

Afhenda pantaða/keypta vöru eða þjónustu (þ.m.t. tilkynningar um stöðu pöntunar og til að hafa samband vegna spurninga/upplýsinga um afhendingu).
Hjálpa til við vöruskil, kvartanir og ábyrgðarmál.

Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna, númer á korti). Við vistum aldrei greiðslukortanúmer þitt heldur gefum þér samband við greiðslusíðu færsluhirðis þar sem þú slærð sjálf inn greiðslukortanúmer þitt og aðrar upplýsingar um það greiðslukort sem þú notar. Í staðinn fáum við frá færsluhirðinum staðfestingu á að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist og þær upplýsingar vinnum við með í bókhaldslegum tilgangi. Því er okkur nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin og vegna lagaskyldu okkar, svo sem samkvæmt lögum um bókhald.
Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send.

Til að halda utan um athugasemdir/kvartanir vegna þjónustu

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

Eiga samskipti við viðskiptavini í gegnum rafræna miðla (þ.m.t. samskiptamiðla)
Gera okkur fært að rannsaka kvartanir og geta stuðst við gögn (m.a. með hjálp tækninnar).
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar.
Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
Notandaupplýsingar frá netaðgangi, t.d. þegar viðskiptavinur á í vandræðum með að innskrá sig.
Tækniupplýsingar frá þínum tækjum.

Til að uppfylla lagalegar skyldur

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

Uppfylla lagalegar skyldur, eins og lög á hverjum tíma krefjast, skv. dómsúrskurði eða annað álíka. Slíkar skyldur geta t.d. varðað öryggisskuldbindingar vegna vöru og því gætum við þurft að láta af hendi samskipti eða upplýsingar til almennings og/eða viðskiptavina, er varða ábendingar um vörur eða innköllun vara, t.d. vegna galla eða áhrifa á heilsu.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini
Upplýsingar um kaupdag og vörugalla/kvartanir.
Notandaupplýsingar frá netaðgangi
Greiðsluupplýsingar

Til þess að fyrirbyggja misnotkun á þjónustu eða til að rannsaka og koma í veg fyrir glæpi gegn fyrirtækinu

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

Rannsaka eða koma í veg fyrir svik eða aðra misnotkun t.d. skrásetning tilvika í verslunum.
Koma í veg fyrir ruslpóst, áreiti, innskráningar án leyfis eða aðrar óleyfilegar aðgerðir.
Vernda og bæta tölvu- og tækniumhverfi gegn árásum
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

Vörukaupa- og notkunarupplýsingar (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.
Upplýsingar um hvernig rafrænar þjónustur okkar eru notaðar.
Smákökur (cookies)

Það eru tvær tegundir af smákökum. Ein geymir textaskrá í ákveðinn tíma, þar til hún rennur út. Tilgangur hennar er t.d. að segja þér hvað hefur gerst frá því þú heimsóttir síðast. Hin tegundin er svokölluð session cookie, sem hefur ekki dagsetningu. Textaskráin er vistuð tímabundið, á meðan þú ert á vefsíðu og gæti t.d. hjálpað til við að muna tungumálið sem þú ert að nota. Um leið og vafranum er lokað, eyðist textaskráin.

Á plakat.is notum við smákökur til að halda utan um það hvað þú hefur sett í vörukörfuna. Við notum líka smákökur til að halda utan um tölfræði, til þess að hjálpa við þróun síðnanna. Þeim upplýsingum er safnað í samstarfi við þriðja aðila.

Vefkerfið sem vefsíður aevintyri.is byggja á og viðbætur við það kunna einnig að notast við smákökur til að bæta upplifun viðskiptavina.

Til þess að notast við vefsíður okkar þarf að samþykkja smákökur. Þú getur gert það í stillingum vafrans sem þú notar. Ef þú gerir það ekki, þá getur verið að vefsíðurnar virki ekki sem skyldi.

Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn aevintyri.is eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

Miðlun persónuupplýsinga
Þeim persónuupplýsingum um þig sem við vinnum með vegna vefverslunarinnar miðlum við ekki til þriðja aðila, svo sem til utanaðkomandi vinnsluaðila til dæmis til geymslu eða bókhaldsþjónustu, nema í eftirtöldum tilvikum:

Netföngum um þá sem óska eftir að fá tilboð í tölvupósti er miðlað til fjöldapóstsendingarþjónustu sem starfar innan EES.
Bókhaldsgögn eru afhent innlendum endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt.
Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.
Afrit af gögnum eru vistuð hjá vottuðum vinnsluaðila okkar innan EES.

Takmörkun ábyrgðar

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber aevintyri.is enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu aevintyri.is.

Plakat.is ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.

Lög og lögsaga

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

Samþykki þitt

Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og breytingar sem kunna að verða á henni.

Ef persónuverndarstefnu okkar verður breytt mun dagsetningunni hér að neðan verða breytt.

Þessari persónuverndarstefnu var síðast breytt 10. Október 2023.

Hafðu samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa persónuverndarstefnu með því að nota upplýsingarnar hér að neðan.

Plakat.is

plakat@plakat.is

Shopping Cart
Scroll to Top